Tuesday, April 7, 2009

Kosningasjónvarp á Ísafirði púkó

Kosningasjónvarpið á Ísafirði var soldið púkó. Að láta þá sitja alla svona beint fram, þeir hefðu mátt vera gegnt hver öðrum.
Þóra var ágæt og gott þegar hún sagði oftar en einu sinni: "þið sögðuð þetta sama fyrir síðustu kosningar!" Og það var rétt hjá henni: Allir nema Gunnar frá Borgarahreyfingunni og gæinn sem var eins og Ástþór, voru eins og biluð plata og það var eins og Samfylkingar- og Vinstri/grænum væri óglatt. Þeir trúðu ekki sjálfir því sem þeir voru að segja. Sjallinn og Frammarinn voru góðir leikarar, þeir eru svo ósvífnir og kunna ekki að skammast sín og láta eins og áratugur sé liðinn frá hruninu sem þeir ollu og allir séu búnir að gleyma og fyrirgefa!
En Gunnar var ferskastur og hefði mátt komast oftar að.
Mér fannst Þóra mun betri en Jóhann í formannasjónvarpinu í síðustu viku. Það er svo augljóst að Jóhanna er búin að undirbúa sig með sjöllunum.

Halló, er einhver heima?

Fjölmiðlar, halló
Af hverju tala fjölmiðlar ekki um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar hér efnahagslífinu?
Eru þetta leynisamtök? Eða er ástæðan enn einu sinni lélegir fjölmiðlar sem segja aldrei frá því sem raunverulega skiptir máli?