Tuesday, April 8, 2008

Er ekkert merkilegt að gerast á Íslandi?

Mér finnst leiðinlegt að fletta dagblöðunum undanfarið. Risastórt letur á fyrirsögnum og mér finnst ég hafa séð þetta allt áður! Ekkert nýtt,

og þó.

Eindálkur í mogga í dag:

Frá haga
til maga á
öllu EES

Frá haga til maga er einhvernveginn svo frískandi að sjá. Gefur í skyn: lífrænt, heilbrigði, hollusta. En er endilega hollt að fá grænmeti úr portúgölskum haga alla leið í íslenskan maga?

En

forsíðufréttir verða æ asnalegri. Forsíðufrétt um vinnulag erlends þýðanda á erlendri bók? (24 stundir 8.apríl 2008)

Forsíðufyrirsagnir dagblaðanna eru með svo stóru letri að lesandi upplifir þær sem öskur:

SMYGL Á BRÉFI OLLI LENGD EINANGRUNAR
..og hvað með það? (Fréttablaðið 8.apríl 2008)

ÖLL LÖND LEGGI MEIRA AF MÖRKUM
...að sjálfsögðu. (24 stundir 8.apríl 2008)

ÁTAK GEGN SUBBUSKAP BÍLSTJÓRA Í MIÐBÆ?
Allir vita að íslensk yfirvöld eru góð í átökum. Þetta býður upp á framhaldsfrétt eftir fundinn þegar búið er að ákveða átakið og er þá hægt að sleppa spurningamerkinu.

No comments: