Wednesday, March 19, 2008

Smátt letur á fréttatitlum

Ég get aldrei lesið það sem stendur til skýringar, á hvorugri stöðinni.
Sitjandi í sófanum, með stjórt sjónvarpstæki og ný gleraugu.




















Tuesday, March 18, 2008

Hvað segja neytendur?

Af hverju tala fjölmiðlar ekki við almenna neytendur um ástandið í efnahagsmálum? Neytendur sem þurfa að borga meira vegna ástandsins. Bankafulltrúinn huggaði okkur með því að bankarnir myndu ekki bera skaða af! Höfum við meir áhyggjur af því heldur en hvort við eigum fyrir mánaðarlegum afborgunum af íbúðinni?

Sunday, March 16, 2008

Er þetta frétt, tilkynning eða auglýsing?












Neytendavaktin er framarlega í 24 stundum.
Það er tvídálkur neðst á síðu og þar er alltaf mynd af manneskju og nafnið hennar með.
Ég skil aldrei þennan dálk! Hvað er þessi manneskja að gera þarna?
En þegar Jóhannes birtist sjálfur þá fattaði ég loksins: ókei, þetta hlýtur að vera manneskja frá Neytendasamtökunum.
Er myndbirtingin til þess gerð að segja okkur að starfsmenn blaðsins vinni ekki upplýsingarnar sjálfir? Eða er þetta auglýsing?

Hver?















Þessi skemmtilega og frábærlega vel prentaða mynd var í mogganum um daginn. Ég er Reykvíkingur, þekkti umhverfið og stöðvaði brásið í gegnum blaðið. Fannst forvitnilegt myndefnið en þar eru stórvirkar vinnuvélar að grafa í Öskjuhlíðinni. Ég las því allan textann sem fylgdi myndinni en endaði í lausu lofti og með spurningar í höfðinu: Hvaða háskóli er að byggja þarna? Í textanum er bara sagt frá háskóla sem byggir þarna og svo er sagt frá byggingarfyrirtækinu. Í gegnum huga fávísrar konu flaug: Bifröst, HÍ, HR?

Ósmekkleg forsíðufrétt

Fréttin á forsíðu 24stunda í dag um konuna sem greri föst við klósettsetu er skrýtin á forsíðu fréttablaðs sem vill láta taka sig alvarlega. Svona frétt á heima í skemmtihluta blaðs sem er aftan við miðju eða þá í sérstökum blöðum um harmleiki.
Og birt er mynd af klósetti, efst til hægri á forsíðu fréttablaðs sem prentað er í hundrað þúsund eintökum! Við vitum öll hvernig klósett líta út.

Dagblöðum hrósað í hástert

Í Kastljósi um daginn hrósaði auglýsingakona íslenskum dagblöðum í hástert, þau væru svo flott. Þetta var í tengslum við verðlaunaafhendingu um bestu auglýsinguna held ég. Konan hlýtur að hafa verið að meina flotta prentun á dagblöðunum. Vissulega eru íslensku blöðin vel prentuð og liturinn kemur vel út.

Á sama tíma og þetta var, hélt ég fyrirlestur um það hvað íslensk dagblöð væru mikil grautur og sýndi fram á það:

Uppröðun, hönnun, leturmeðferð og fyrirsagnagerð í graut.
Áratugahefðir í textameðferð og vöndun textauppsetningar, til að lesandi sé fljótur að lesa, er búið eða verið að henda út um gluggann.
Vöntun er á prófarkalestri, erfitt fyrir lesanda að sjá hvað er ritstjórnarefni (efni unnið að starfsmönnum blaðanna) og hvað er aðsent. Oft vantar endinn á greinar, eða texti hverfur bakvið myndir.

Ég mun sýna fram á þetta hér í bloggi mínu, því þessu linnir ekki: Dagblöðin bara versna og er það geggjað þegar þau eru í mikilli varnarbaráttu gagnvart ljósvakamiðlum. Unga kynslóðin kaupir ekki dagblöð og les ekki fréttablöð.

Ætli auglýsingakonan hafi verið svona yfirborðsleg að hrósa dagblöðunum til að vera innundir hjá þeim? Alveg sama þó hrósið sé út í hött?