Sunday, August 16, 2009

Fréttablaðið lélegra með hverjum deginum

Ég hef verið ánetjuð dagblaðalestri alla mína ævi. Nú tek ég eftir því, mér til mikillar undrunar, að ég kemst aldrei yfir að klára Fréttablaðið. Ég les fremstu síður, sem eru almennar fréttasíður, og svo stend ég upp frá blaðinu og er farin að gera eitthvað sem er meira spennandi greinilega. Taka til eða undirbúa daginn eða eitthvað.
Ég held reyndar að það séu engar nýjar fréttir, sem ég er ekki búin að sjá á netinu. Og daglegar fréttir af ágreiningi um verðmerkingar eru svo illa gerðar að ég botna ekkert í því hvað málið snýst um! Það er eins og blaðamaðurinn skilji málið ekki sjálfur og geti þ.a.l. ekki komið því til lesenda!

No comments: