Sunday, August 16, 2009

GÚRKUVERÐ ÓBREYTT

Gúrkutíð í fjölmiðlum er það kallað þegar lítið er að gerast í stjórnmálum og ekki mikið um spennandi forsíðuefni. Í venjulegu árferði á þessum tíma hefur Alþingi verið í sumarfríi og samfélagið allt meira og minna í hægagangi. En nú er öldin önnur og Alþingi var að klára Icesave-samningana og allir orðnir hundleiðir á þeim málum.
Til að sjá gúrkutíð í fjölmiðlum er gott að skoða forsíður dagblaða. Á forsíðu er alltaf einn frétt stærst, með stærstu fyrirsagnaletri. Bara fyrir það eitt verður þetta merkilegasta frétt dagsins því hún er það sem lesandinn sér og les fyrst. Nú, þegar Icesave er frá, munu færast sífellt ómerkilegri fréttir á forsíðuna. Kannski sjáum við að gúrkuverð sé óbreytt. Ef svo færi þá hugsar lesandinn: ja hérna hér. Af hverju skyldi nú gúrkuverð vera óbreytt?

No comments: