Thursday, February 10, 2011

Fjölmiðlatækni í Borgarholtsskóla vorið 2011

Fjölmiðlatækninemar í Borgó vorið 2011 ætla að nota blogger. Ráðgert var að setja upp wordpress fyrir nemendurna en það tekur tíma. Fyrst ætluðum við að nota mahara með tengslum við moodle en þar er lítið space fyrir verkefnin.

Saturday, June 19, 2010

19.júní 2010

Nú mun hefjast blogg á ný. Er orðin leið á fréttamiðlum, gæti verið vegna gúrkutíðar.
Þó er aðalmálið dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána. En þar stendur mogginn sig betur en Fréttablaðið.

Saturday, December 12, 2009

Thursday, September 24, 2009

Batnandi best að lifa

Ætli mogginn batni með nýjum ritstjórum? Og færra starfsfólki?

Wednesday, August 19, 2009

20 ára fangelsi fyrir að bera ábyrgð á bruna

Þegar ég sá meðfylgjandi fyrirsögn á mbl.is þá mislas ég:

20 ára fangelsi fyrir að bera ábyrgð á hruni

Líklega vegna þess að ég var nýbúin að horfa á Kastljósið með drottningarviðtali við drenginn Hreiðar Má.

Sunday, August 16, 2009

GÚRKUVERÐ ÓBREYTT

Gúrkutíð í fjölmiðlum er það kallað þegar lítið er að gerast í stjórnmálum og ekki mikið um spennandi forsíðuefni. Í venjulegu árferði á þessum tíma hefur Alþingi verið í sumarfríi og samfélagið allt meira og minna í hægagangi. En nú er öldin önnur og Alþingi var að klára Icesave-samningana og allir orðnir hundleiðir á þeim málum.
Til að sjá gúrkutíð í fjölmiðlum er gott að skoða forsíður dagblaða. Á forsíðu er alltaf einn frétt stærst, með stærstu fyrirsagnaletri. Bara fyrir það eitt verður þetta merkilegasta frétt dagsins því hún er það sem lesandinn sér og les fyrst. Nú, þegar Icesave er frá, munu færast sífellt ómerkilegri fréttir á forsíðuna. Kannski sjáum við að gúrkuverð sé óbreytt. Ef svo færi þá hugsar lesandinn: ja hérna hér. Af hverju skyldi nú gúrkuverð vera óbreytt?

Fréttablaðið lélegra með hverjum deginum

Ég hef verið ánetjuð dagblaðalestri alla mína ævi. Nú tek ég eftir því, mér til mikillar undrunar, að ég kemst aldrei yfir að klára Fréttablaðið. Ég les fremstu síður, sem eru almennar fréttasíður, og svo stend ég upp frá blaðinu og er farin að gera eitthvað sem er meira spennandi greinilega. Taka til eða undirbúa daginn eða eitthvað.
Ég held reyndar að það séu engar nýjar fréttir, sem ég er ekki búin að sjá á netinu. Og daglegar fréttir af ágreiningi um verðmerkingar eru svo illa gerðar að ég botna ekkert í því hvað málið snýst um! Það er eins og blaðamaðurinn skilji málið ekki sjálfur og geti þ.a.l. ekki komið því til lesenda!

Sljóleiki í íslenskum fjölmiðlum

Sljóleiki í íslenskum fjölmiðlum: Kynning þulunnar á sænska sakamálaþættinum var röng: hún var greinilega að segja frá allt öðrum þætti en síðan var sýndur. Skiptir þetta einhverju máli? Þetta kemur oft fyrir hjá Rúv og held ég að þarna sé um að ræða sljóleika sem skapast af því að vinnuferlar eru ekki í lagi á vinnustaðnum.