Jæja, nú verður enn einu sinni reynt að hefja bloggskrif um fjölmiðla.
Gerðist prufuáskrifandi að mogganum. Kemst ekki yfir að lesa hann á hverjum degi þannig að ég mun væntalega ekki láta til leiðast að halda áskrift áfram.
Ég týndi sunnudagsmogganum í gærkvöldi og ætlaði að lesa hann með morgunkaffinu, fann hann ekki strax og var alveg sama! Pældi svo í því, af hverju er mér, sem er fréttafíkill, alveg sama?
Ég verð alltaf soldið sorgmædd þegar ég fletti mogganum. Það vantar góðar fréttir um það sem er efst á baugi í samfélaginu. Þeir eru aldrei með nýjar, ferskar fréttir af því sem er að gerast.
Forsíðufréttir í dag sunnudag: Leikmunaerfiðleikar í leikhúsi(?) og álit fyrrverandi efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar á: kjörumhverfi fyrir spillingu(?). Þetta er einn af þeim mönnum sem verða til rannsóknar þegar gert verður upp og mogginn lætur eins og þarna fari málsmetandi maður sem eigi að ráðleggja fólki!
1 comment:
Af hverju í ósköpunum er Morgunblaðið með álit TRYGGVA ÞÓRS HERBERTSSONAR á forsíðu. Tryggvi Þór var spilltur og skrifaði á móti gagnrýni sem fram kom í Financial Times í sumar. Hann fékk greiddar tugi milljóna fyrir þá pöntuðu skýrslu. Þetta vita margir Íslendingar.
Hvað er Morgunblaðið að pæla?
Haltu endilega áfram að blogga um fjölmiðla. ég mun fylgjast með.
Post a Comment