Sunday, November 23, 2008

Ný Lesbók

Útlit Lesbókar moggans ber vitni um kunnáttustig tæknifólks/hönnuða. Líklega hefur þessi vinna færst úr hendi fagfólks í prentiðnaði yfir til hönnuða sem þekkja ekki venjur lesenda og þróun dagblaðaútlits hvað varðar lestur og læsileika í uppröðun efnis.

Greinilegt er að þeir sem ákveða uppsetningu á efni Lesbókarinnar eru að leita að festu og öryggi. Þeir gera það með leturkössum í lit, sem stilltir eru þannig að orðafjöldi ákvarðar lengd græna litarins en ekki flöturinn sem flöturinn liggur á. Mjög skrýtið og veldur óróleika þar sem kassi brýtur kassa.

Ég er nýbyrjuð að fylgjast reglulega með mogganum eftir áratuga pásu og stenst ekki mátið að nefna hér nokkur atriði sem skipta máli í þessu samhengi.

Reynt er að ná fram fjölbreytni í „týpógrafíu“ (leturmeðferð) með því að hafa meginmál sums staðar feitletrað. Með því bætist við þá þætti sem gera opnuna „blurry“ (blur er óskýrleiki, ruglandi fyrir lesandann).


Aðrir þættir sem eru ruglandi fyrir lesandann eru:

– Það vantar ákveðna leiðsögn um opnuna. Hver eru aðalatriðin?
– Vinstri settur texti (textadálkar ójafnir að aftan)
– Illa orðaðar fyrirsagnir, dæmi: allar, ætlaði að telja upp en þær eru allar ónýtar og sumar með stafsetningarvillum
– Fyrirsagnaletur og uppsetning á fyrirsögnum gefur lítil tækifæri til skemmtilegra leikja (sem er eitt af því sem gefur aðalatriða-leiðsögn um opnu).
– Millifyrirsagnir synda á milli textadálka í stað þess að sitja nær þeim textadálki sem þær tilheyra.
– Myndir myndanna vegna, dæmi: mynd af lógói Fréttablaðsins á bls. 2.

Engin umræða er hér á landi um útlit dagblaða (layout). Ekki eru lengur menntaðir fagmenn á þessu sviði á Íslandi. Grafískir hönnuðir hafa áhuga á bókakápum og auglýsingum en ekki lestri og læsileika leturs. Það voru prentlærðir sem lærðu þessar reglur af meisturum í faginu og þeir voru í prentsmiðjunum.

Ef einhver viðbrögð eru við þessu bloggi þá held ég áfram eftir því sem tími gefst til.
Gott væri að heyra spurningar.

2 comments:

Anonymous said...

Sælar, mér finnst þetta mjög fróðleg lesning og vildi gjarnan að þú héldir áfram. Ég tek eftir málfarsvillum í blöðunum alla daga og finnst það setja mig út af laginu þegar ég er komin á kaf í greinina. Það er eins og að misstíga sig á hlaupunum, truflandi. Hlakka til að heyra meira.

Anonymous said...

god byrjun