Tuesday, January 20, 2009

Fréttamenn eyðileggja góðar fréttir

Ég er lasin heima í dag og kveikti á útvarpinu. Heyri þá að bein útsending er frá mótmælunum við Alþingishúsið. Þetta eru dagskrárgerðarmenn rásarinnar, alla vega 2 á vettvangi og einn í útvarpshúsinu. Þeir spjalla saman og leika Revolution með Bítlunum inn á milli. En aðallega voru þeir að tala við mótmælendur og reyna að ná í alþingismenn sem ekki vildu láta ná í sig. Nema Össur tjáði sig að vanda, um ekki neitt.
Eftir ca 20 mínútur af lifandi efni þar sem mótmælendur fengu að tjá sig og sýndi að þar fór fjölbreyttur hópur af fólki, þá kom Broddi fréttamaður inn í sendinguna. Hann fór að stjórna því hvað dagskrárgerðarmenn á vettvangi ættu að spyrja um og hann spurði þá hvað væri að gerast þarna og hinum megin. Þessi annars frábæra útsending koðnaði niður í ekki neitt. Broddi greinilega hærra settur en strákarnir og eyðilagði góðan og lifandi fréttaflutning.

No comments: