Sunday, March 16, 2008

Hver?















Þessi skemmtilega og frábærlega vel prentaða mynd var í mogganum um daginn. Ég er Reykvíkingur, þekkti umhverfið og stöðvaði brásið í gegnum blaðið. Fannst forvitnilegt myndefnið en þar eru stórvirkar vinnuvélar að grafa í Öskjuhlíðinni. Ég las því allan textann sem fylgdi myndinni en endaði í lausu lofti og með spurningar í höfðinu: Hvaða háskóli er að byggja þarna? Í textanum er bara sagt frá háskóla sem byggir þarna og svo er sagt frá byggingarfyrirtækinu. Í gegnum huga fávísrar konu flaug: Bifröst, HÍ, HR?

2 comments:

Anonymous said...

Vitleysingur ertu að vita eki að Háskólinn í Reykjvík er að byggja þarna!

Margrét Rósa Sigurðardóttir said...

Einmitt, blaðið er að segja við suma lesendur sína: mikið ertu vitlaus!
Og blaðið missir lesendur sína vegna virðingarleysis.