Í Kastljósi um daginn hrósaði auglýsingakona íslenskum dagblöðum í hástert, þau væru svo flott. Þetta var í tengslum við verðlaunaafhendingu um bestu auglýsinguna held ég. Konan hlýtur að hafa verið að meina flotta prentun á dagblöðunum. Vissulega eru íslensku blöðin vel prentuð og liturinn kemur vel út.
Á sama tíma og þetta var, hélt ég fyrirlestur um það hvað íslensk dagblöð væru mikil grautur og sýndi fram á það:
Uppröðun, hönnun, leturmeðferð og fyrirsagnagerð í graut.
Áratugahefðir í textameðferð og vöndun textauppsetningar, til að lesandi sé fljótur að lesa, er búið eða verið að henda út um gluggann.
Vöntun er á prófarkalestri, erfitt fyrir lesanda að sjá hvað er ritstjórnarefni (efni unnið að starfsmönnum blaðanna) og hvað er aðsent. Oft vantar endinn á greinar, eða texti hverfur bakvið myndir.
Ég mun sýna fram á þetta hér í bloggi mínu, því þessu linnir ekki: Dagblöðin bara versna og er það geggjað þegar þau eru í mikilli varnarbaráttu gagnvart ljósvakamiðlum. Unga kynslóðin kaupir ekki dagblöð og les ekki fréttablöð.
Ætli auglýsingakonan hafi verið svona yfirborðsleg að hrósa dagblöðunum til að vera innundir hjá þeim? Alveg sama þó hrósið sé út í hött?
No comments:
Post a Comment