Sunday, March 16, 2008

Ósmekkleg forsíðufrétt

Fréttin á forsíðu 24stunda í dag um konuna sem greri föst við klósettsetu er skrýtin á forsíðu fréttablaðs sem vill láta taka sig alvarlega. Svona frétt á heima í skemmtihluta blaðs sem er aftan við miðju eða þá í sérstökum blöðum um harmleiki.
Og birt er mynd af klósetti, efst til hægri á forsíðu fréttablaðs sem prentað er í hundrað þúsund eintökum! Við vitum öll hvernig klósett líta út.

1 comment:

Anonymous said...

Þú ert nú meiri pempían...