Saturday, December 12, 2009

Thursday, September 24, 2009

Batnandi best að lifa

Ætli mogginn batni með nýjum ritstjórum? Og færra starfsfólki?

Wednesday, August 19, 2009

20 ára fangelsi fyrir að bera ábyrgð á bruna

Þegar ég sá meðfylgjandi fyrirsögn á mbl.is þá mislas ég:

20 ára fangelsi fyrir að bera ábyrgð á hruni

Líklega vegna þess að ég var nýbúin að horfa á Kastljósið með drottningarviðtali við drenginn Hreiðar Má.

Sunday, August 16, 2009

GÚRKUVERÐ ÓBREYTT

Gúrkutíð í fjölmiðlum er það kallað þegar lítið er að gerast í stjórnmálum og ekki mikið um spennandi forsíðuefni. Í venjulegu árferði á þessum tíma hefur Alþingi verið í sumarfríi og samfélagið allt meira og minna í hægagangi. En nú er öldin önnur og Alþingi var að klára Icesave-samningana og allir orðnir hundleiðir á þeim málum.
Til að sjá gúrkutíð í fjölmiðlum er gott að skoða forsíður dagblaða. Á forsíðu er alltaf einn frétt stærst, með stærstu fyrirsagnaletri. Bara fyrir það eitt verður þetta merkilegasta frétt dagsins því hún er það sem lesandinn sér og les fyrst. Nú, þegar Icesave er frá, munu færast sífellt ómerkilegri fréttir á forsíðuna. Kannski sjáum við að gúrkuverð sé óbreytt. Ef svo færi þá hugsar lesandinn: ja hérna hér. Af hverju skyldi nú gúrkuverð vera óbreytt?

Fréttablaðið lélegra með hverjum deginum

Ég hef verið ánetjuð dagblaðalestri alla mína ævi. Nú tek ég eftir því, mér til mikillar undrunar, að ég kemst aldrei yfir að klára Fréttablaðið. Ég les fremstu síður, sem eru almennar fréttasíður, og svo stend ég upp frá blaðinu og er farin að gera eitthvað sem er meira spennandi greinilega. Taka til eða undirbúa daginn eða eitthvað.
Ég held reyndar að það séu engar nýjar fréttir, sem ég er ekki búin að sjá á netinu. Og daglegar fréttir af ágreiningi um verðmerkingar eru svo illa gerðar að ég botna ekkert í því hvað málið snýst um! Það er eins og blaðamaðurinn skilji málið ekki sjálfur og geti þ.a.l. ekki komið því til lesenda!

Sljóleiki í íslenskum fjölmiðlum

Sljóleiki í íslenskum fjölmiðlum: Kynning þulunnar á sænska sakamálaþættinum var röng: hún var greinilega að segja frá allt öðrum þætti en síðan var sýndur. Skiptir þetta einhverju máli? Þetta kemur oft fyrir hjá Rúv og held ég að þarna sé um að ræða sljóleika sem skapast af því að vinnuferlar eru ekki í lagi á vinnustaðnum.

Tuesday, April 7, 2009

Kosningasjónvarp á Ísafirði púkó

Kosningasjónvarpið á Ísafirði var soldið púkó. Að láta þá sitja alla svona beint fram, þeir hefðu mátt vera gegnt hver öðrum.
Þóra var ágæt og gott þegar hún sagði oftar en einu sinni: "þið sögðuð þetta sama fyrir síðustu kosningar!" Og það var rétt hjá henni: Allir nema Gunnar frá Borgarahreyfingunni og gæinn sem var eins og Ástþór, voru eins og biluð plata og það var eins og Samfylkingar- og Vinstri/grænum væri óglatt. Þeir trúðu ekki sjálfir því sem þeir voru að segja. Sjallinn og Frammarinn voru góðir leikarar, þeir eru svo ósvífnir og kunna ekki að skammast sín og láta eins og áratugur sé liðinn frá hruninu sem þeir ollu og allir séu búnir að gleyma og fyrirgefa!
En Gunnar var ferskastur og hefði mátt komast oftar að.
Mér fannst Þóra mun betri en Jóhann í formannasjónvarpinu í síðustu viku. Það er svo augljóst að Jóhanna er búin að undirbúa sig með sjöllunum.

Halló, er einhver heima?

Fjölmiðlar, halló
Af hverju tala fjölmiðlar ekki um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar hér efnahagslífinu?
Eru þetta leynisamtök? Eða er ástæðan enn einu sinni lélegir fjölmiðlar sem segja aldrei frá því sem raunverulega skiptir máli?

Sunday, March 15, 2009

prufa

Hér var reynt að setja inn eitthvað sem ekki tókst. 27B8061FD3BDA94FE6C65DBAF7D62495

Tuesday, January 20, 2009

Good riddance

Ég er búin að vera lasin heima í gær og dag. Ég sótti ekki Fréttablaðið en hef lesið vefmiðla og fylgst með fréttum í útvarpi og sjónvarpi. Hef semsagt ekki séð FB og sakna þess ekki.

Ýmislegt í gangi

Sjónvarpið talaði við Össur á Alþingi í dag. Ráðherrann sagði að fólkið væri reitt því það vissi ekki af því að ríkisstjórnin væri að gera ýmislegt s.s. eins og á ríkisstjórnarfundi í morgun, þá hefðu nú verið teknar ákvarðanir um ýmislegt.
Hann var ekki spurður nánar útí það hvað þetta ýmislega væri, né sagði hann frá því.
Þetta er svo dæmigert fyrir íslenska stjórnmála- og fjölmiðlamenn. Fréttamenn spyrja ekki og pólitíkusar segja ekki frá. En segja frá því að "ýmislegt" sé í gangi.

Kjaftað frá ástandinu á Íslandi

[dv.is] Tvöfalt siðferði Moggans kemur á stundum í ljós. Agnes Bragadóttir blaðamaður fjallaði í viðhorfsgrein um samband Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðings og prófessors Roberts Wade, sem fyrstur spáði hruni Íslands. Lesa mátti úr orðum blaðamannsins að Wade væri undir sterkum áhrifum af skoðunum Sigurbjargar.
Ætli Agnes sé fúl yfir því að Íslendingurinn Sigurbjörg hafi "kjaftað frá" ástandinu á Íslandi? Og nú vita útlendingar allt um spillinguna hér.

Fréttamenn eyðileggja góðar fréttir

Ég er lasin heima í dag og kveikti á útvarpinu. Heyri þá að bein útsending er frá mótmælunum við Alþingishúsið. Þetta eru dagskrárgerðarmenn rásarinnar, alla vega 2 á vettvangi og einn í útvarpshúsinu. Þeir spjalla saman og leika Revolution með Bítlunum inn á milli. En aðallega voru þeir að tala við mótmælendur og reyna að ná í alþingismenn sem ekki vildu láta ná í sig. Nema Össur tjáði sig að vanda, um ekki neitt.
Eftir ca 20 mínútur af lifandi efni þar sem mótmælendur fengu að tjá sig og sýndi að þar fór fjölbreyttur hópur af fólki, þá kom Broddi fréttamaður inn í sendinguna. Hann fór að stjórna því hvað dagskrárgerðarmenn á vettvangi ættu að spyrja um og hann spurði þá hvað væri að gerast þarna og hinum megin. Þessi annars frábæra útsending koðnaði niður í ekki neitt. Broddi greinilega hærra settur en strákarnir og eyðilagði góðan og lifandi fréttaflutning.