Saturday, December 13, 2008

Rangar upplýsingar um blaðsíðutöl (sem ekki sjást)? Einhverjar fleiri rangar upplýsingar?

Á bls. 2 í Fréttablaðinu í dag er fréttastubbur neðarlega til hægri á síðunni með fyirsögninni:

Ráðherrarnir
segi ekki af sér

... og síðan vísað á bls. 72 um nánara efni.

Í Fréttablaðinu er oft erfitt að leita að blaðsíðutölum því auglýsingar og myndefni af frægu fólki tekur oft plássið og tölustaf sleppt. En nú fannst bls. 73 og fyrir framan og aftan var ekkert um þessa frétt. Blaðið er þykkt af auglýsingum og efni og þar sem ég hef margt þarfara við tímann að gera, en að leita í blaði sem gefur rangar upplýsingar um efnisniðurröðun, þá veit ég ekki meira um þetta mál.

Fyrir ekki svo löngu síðan var hver stafur um íslenska póltík lesinn á þessu heimili, í öllum prentmiðlun.

En nú þarf að forgangsraða og eru blöðin fyrir löngu komin aftar í röðina og lesast ekki á hverjum degi.
  • Ástæðan er sú að blogg-miðlar gefa ítarlegri fréttir og fyrr.
  • Annað er að dagblöðin þjónusta illa s.s. með villandi upplýsingum um uppröðun efnis og vöntun á þeirri sjálfsögðu þjónustu að birta blaðsíðutöl sem vitnað er til.
  • Í þriðja lagi vantraust: eru fréttirnar lygi vegna þessa að blaðamenn og fréttastjórar þjóna frekar eiganda sínum en lesendum?
Ég er orðin af-vön daglegum fréttaflutningi blaða. Ruglingur hönnunar veldur pirringi lesenda og lesendur fara annað.

No comments: