Friday, December 12, 2008

Hellingur af ólesnum pappír

Mogginn er mörg blöð. Þau eru innaní hvert öðru. Ég hef þann vana að þegar kemur að íþróttum, þá tek ég alla bókina (eins og það heitir á þýsku), eða aukablaðið og hendi því. Ég veit að innan í íþróttablaðinu eru önnur aukablöð og ég nenni aldrei að gá hvaða blöð þetta eru, ég bara hendi þeim. Þegar ég var áskrifandi að mogganum í sumar, þá ákvað ég einu sinni að skoða hvað væri þarna innaní, og það var í það skiptið blað fyrir börn. Og þar sem barnabarnið mitt er of lítið til að gera krossgátur, þá ákvað ég að það væri í lagi að halda áfram að henda íþróttablaðinu og öllu því sem það hefði að geyma, í ruslið.

Moggi gærdagsins, sem settur var ókeypis í alla póstkassa, alla vega í minni blokk, var óvenju þykkur í miðjunni. Svo þegar ég kom að íþróttum, þá henti ég heilum helling af pappír.

No comments: