Sunday, December 7, 2008

Eru pappírsmiðlar í dauðateygjunum?

Frá bankahruni í byrjun október hef ég fylgst með öllum fréttum, báðum dagblöðunum, Mogganum og Fréttablaðinu, las aðalbloggarana og hlustaði og horfði á fréttir ljósvakamiðlanna. Keypti meira að segja Frjálsa verslun og Mannlíf! Ég varð upptekin af að fylgjast með fréttum en það hef ég ekki gert lengi, var búin að vera í fréttapásu í mörg ár og náði síbyljunni úr eyrunum.

Svo þurfti ég að fara að sinna vinnunni betur. Fór þá að forgangsraða og velja betur fréttamiðlana sem ég fylgist með á hverjum degi. Nú er svo komið að suma daga sæki ég ekki Fréttablaðið, er hætt að kaupa Moggann og er ekki húkkt á því að heyra í aðalfréttatímum Bylgju og Rúv, Sjónvarpsins og Stöðvar 2.

Miðlarnir sem ég valdi að fylgjast með á hverjum degi eru:
jónas og egill, baldur í Skotlandi, lárahanna, ómar Ragnarsson, teitur í Eimreiðinni og mótmælamiðlarnir í gegnum nýja tíma. Illugi og Gneistinn, Eiríkur og Baldur Kristjánsson.
Ég fylgist með þessum völdu miðlum, og missi ekki af neinu með því að vera bara á vefnum.

Þetta eru miklar breytingar fyrir fagmann í prentiðnaði, sem er sérhæfður í prentmiðlum. En besta leiðin til að skoða hvernig fjölmiðlar virka og breytast, er að skoða sjálfan sig sem lesanda og fréttafíkil. Mun ég halda því áfram hér eftir því sem tíminn leyfir.

No comments: