Ég ætla að fara af stað með þá tilraun að reyna að bera saman
- það sem kemur fram í hefðbundnum fjölmiðlum um það sem er helst í fréttum,
- hvað fólk segir á bloggsíðum og bloggsíðum hvers annars,
- það sem ég heyri á fólki á vinnustað og í því umhverfi sem ég hrærist.
Í dag spurðist ég fyrir í kringum mig hvað fólki fyndist um mótmælin á Alþingi í gær.
Gott mál.
Ég er ekki hissa.
Loksins einhver manndómur í þessu landi.
Þetta var úr samtölum.
---------
Ef Sif varð svona hrædd, þýðir það að hún sé taugaveikluð? Eru alþingismenn kannski að skynja að andrúmsloftið í þjóðfélaginu er lævi blandið?
No comments:
Post a Comment