Af hverju eru ekki dagsetningar á baksíðum dagblaðanna?
Og annað mál:
Ég venst því aldrei að vera að lesa og endinn vantar á textann. Einu sinni var ég að lesa Mannlíf og það vantaði rest á grein, hversu mikið veit ég ekki. En ég skrifaði e-mail og fékk afsökunarbeiðni frá Reyni ritstjóra þar sem hann sagði að tæknileg mistök hefðu gerst í prentsmiðju! En ég hef aldrei keypt blaðið síðan og veit því ekki hvort mikið vantaði á greinina.
En hitt veit ég að mistök gerast annað hvort á hönnunarstigi, eða í millistigi hönnunar og prentsmiðju.
En í Fréttablaði dagsins datt ég um litla frétt um Cicero. Og Cicero er minn maður í faginu. Punktastærð í letri byggir á Cicero kerfi. 12 pt eru einn Cicero. Og svo datt botninn úr. Ég í miðju kafi í spennandi sögunni og...
Ég leita bak við innblaðið en nei, textinn klárast bara í miðri setningu. Í þessu tilfelli bagalegt því náðst hafði að byggja upp spennu. Þetta hvetur mig ekki til að lesa blaðið á hverjum degi. Ég vil geta treyst fréttamiðli og traust byggir ekki eingöngu á efni og innihaldi. Það byggir líka á því að ég sé ekki skilin eftir í lausu lofti, inni í miðju upplýsingaflæði.
No comments:
Post a Comment